Vefsíðan er tenging við náttúru Skaftafells, bæði fyrir ferðalanginn sem vill njóta eins tilkomumesta þjóðgarðs jarðar, og eins fyrir þann sem vill ganga um og kanna jarðfræði staðar sem býður uppá nær óendanlega fjölbreytni hvað varðar steina og sögu jarðar síðan núverandi ísöld hófst fyrir 3 til 4 milljónum ára.

Jóhann Helgason

Vefsíðuna annast dr. Jóhann Helgason, sem í mörg ár kortlagði berggrunn Skaftafells.

Vinir Vatnajökuls styrktu vinnu við gerð vefsíðunnar.

Vinir Vatnajökuls