Svartifoss í Skaftafelli er afar sérstæð náttúrugersemi. Um hann er hálfhringur af háum dökkum stuðlasúlum og steypist fossinn fram af klettabrún með tilheyrandi drunum. Svartifoss er í Bæjargili, reyndar nefnist það Vestragil, því annað minna er nokkru austar er nefnist Eystragil. Þau mætast neðst í Skafafellsheiðinni og falla þar í Bæjargili. Að minnsta kosti fjórir fossar eru frá Svartafossi niður á sand því neðar eru Magnúsarfoss, Hundafoss og neðst Þjófafoss.

Svartifoss.

Hundafoss fellur fram af hárri klettabrún.

Hundafoss.

Við Bæjargilið er Lambhagi, gróðursæll reitur með háum trjám og um hann er gamall hlaðinn veggur. Áður fyrr var gilið hér mun dýpra og stór hellir við það sem Skeiðará gróf í sand með hlaupum sínum.

Í Bæjargili.

Vinir Vatnajökuls