Skaftafellsjökull (23. okt. 2012), séður frá Hafrafelli.

Frá þjónustukjarna í Skaftafelli er stutt ganga að Skaftafellsjökli, eða um 1.8 km ganga sem tekur um hálfan klukkutíma hvora leið. Lengstur hluti leiðarinnar er malbikaður en síðast spottinn er á möl. Ört vaxandi birki er þarna áberandi á svæði sem kom undan jökli síðustu 100 árin eða svo.

Miklar breytingar eiga sér nú stað við jaðar Skafatafellsjökuls sem hefur hörfað ört á undanförnum árum.

Loftmyndin, sem sýnir Skaftafells- og Svínafellsjökul, var tekin af Landmælingum Íslands (20. ág. 1982).

Vinir Vatnajökuls