Skaftafell er upphaflega nafn á fellinu sem nær frá tjaldstæði í Skaftafelli upp fyrir brúnir, sem nú er talað um sem Skaftafellsheiði. Þetta er svæðið sem bæirnir Bölti, Sel og Hæðir eru á. Skaftafell er einnig bæjarnafn og samheiti fyrir bæjarþyrpinguna sem þar er, líkt og Svínafell og Hof austar í sveitinni. Seinna varð jörðin Skaftafell gerð að þjóðgarði og þá fékk nafnð nýja merkingu. Þjóðgarðurinn var stækkaður og nú er Skaftafell hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, stærsta þjóðgarði Evrópu. Nafnið mun áfram verða notað um eina helstu perlu þjóðgarðsins.

Vinir Vatnajökuls