Þjónustumiðstöð fyrir þjóðgarðinn í Skaftafelli er við rætur Skaftafells. Þar er tjaldstæði með tilheyrandi þjónustu og einnig Skaftafellsstofa, sem veitir hvers kyns upplýsingar um þjóðgarðinn. Þar er veitingasala að sumarlagi, en Skaftafellsstofa er opin allt árið. Að auki hafa nokkrir aðila í ferðaþjónustu aðstöðu þarna, m.a. Fjallaleiðsögumenn.

Á planinu við Skaftafellsstofu er iðandi mannlíf yfir hásumarið, fólk að leita sér upplýsinga, tjaldstæði eða á leið í stuttar gönguferðir að Svartafossi eða Skaftafellsjökli.

 

 

 

Vinir Vatnajökuls