Sigurður Björnsson (t.v.) og Hálfdán Björnsson (t.h.).

Sigurður Björnsson (1917 – 2008) var fæddur að Kvískerjum, sonur hjónanna Björns Pálssonar bónda (frá Svínafelli) og Þrúðar Aradóttur húsfreyju. Hann hlaut barnaskólanám í farskóla árin 1929-1931 og var bóndi á Kvískerjum og vann almenna vinnu svo sem að stjórna jarðýtu frá 1951. Hann var afkastamikill fræðimaður og ritaði fjölda greina í ýmis tímarit. Fyrsta greinin eftir hann er líklega sú sem birtist í Náttúrufræðingnum árið 1935 og fjallar um fugla: ,,Komudagar og fardagar”. Síðan birtir hann ekkert fyrr en eftir 1950, en eftir 1960 er hann kominn á skrið og verður nær óstöðvandi upp úr því allt þar til hann fellur frá, kominn yfir nírætt. Gildi ritsmíða hans felst meðal annars í því að hann bjó yfir þekkingu eða arfleið fyrr tíðar Öræfinga sem hann miðlaði í skrifum sínum. Hann safnaði saman þekkingu um ýmis mál, m.a. náttúrufræði, sem var við það að glatast og jók þannig mörgu við sögu síns byggðarlags. Þegar hann talaði um atburði fyrri alda var lýsingin eins og þetta hefði gerst í gær.

Ritaskrá hans er að finna á heimasíðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hér.

Vinir Vatnajökuls