Jökulberg nefnist harðnaður ruðningur sem berst frá jöklum og ber þess merki að jökull hafi hulið landið. Slíkt berg er eitt af þeim verkfærum sem jarðfræðingar nota til að skilgreina jökulskeið. Enn sem komið er hafa jarðmyndanir, sem vitna um jökulskeið, ekki verið kortlagðar nema á stöku stað á landinu. Svo vill samt til að eitt elsta jökulbergslag sem fundist hefur er að finna við rætur Jökulfells í Morsárdal. Aldursgreining á hraunlaginu næst ofan á jökulberginu gaf aldurinn 4.01 +/-0.08 milljón ár (Jóhann Helgason, 2007; Jóhann Helgason og Robert Duncan, 1999; Thome, 1968).

Jökulrákaður hnullungur úr jökulberginu neðst í Jökulfelli.

Jökulberg við rætur Jökulfells.

Vinir Vatnajökuls