Hálfdán (f. 1927) er eitt af hinum kunnu Kvískerjasystkinum. Hann er sjálfmenntaður fræðimaður nema hvað hann stundaði nám einn vetur að Laugarvatni. Plöntur og skordýr eru helsta áhugasvið Hálfdáns og telst skordýrasafn hans hið stærsta í einkaeign hér á landi. Hann hefur ritað fjölmargar vísindagreinar um plöntur, skordýr og fuglalíf. Kvísker eru þannig í sveit sett að flækingar og nýir landnemar, hvort heldur skordýr eða fuglar, berast gjarnan að landinu suðaustanverðu. Hálfdán hefur haft glöggt auga fyrir slíkum gestum og fært þau tíðindi í letur. Hógværð og lítillæti eru aðalsmerki Hálfdáns.

Vinir Vatnajökuls