Sandstrýta á Skeiðarárjökli.

Sandstrýta, stöngin er 2 m há. Sandstrýtur verða til þegar sandur safnast fyrst í lægð á jökli. Ísinn umhverfis sandfylluna bráðnar og lækkar en sandfyllan ekki. Hún byrjar að rísa miðað við umhverfið þar sem þykkt hennar nær að koma í veg fyrir bráðnun íssins vegna geislunar sólar. Við frekari bráðnun hækkar sandfyllan því sandurinn dreifist út á neðri hlutann og ísinn umhverfis. Sá ís bráðnar því ekki og keilan stækkar og hækkar.

Ísjaki að bráðna á Skeiðarársandi en stór hluti jakans er á nokkru dýpi.

Stórir ísjakar festust á Skeiðarársandi eftir stóra hlaupið 1996 og bráðnuðu sumarið eftir.

Vinir Vatnajökuls